Afmæli Barnasáttmálans í Laugarseli!

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Í dag heldur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna uppá 30 ára afmæli sitt!

Einnig fékk er Laugarsel búið að vera réttindafrístundaheimili í tvö ár! En við fengum aftur, eftir aðra úttekt frá UNICEF, vottun þeirra sem réttindafrístund! Það er úttekt frá UNICEF annað hvert ár.
Fulltrúar Laugarsels í réttindaráði tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd Laugarsels í morgunsöng í Laugarnesskóla, sem fékk einmitt líka vottun sína aftur sem réttindaskóli. Einnig var sunginn afmælissöngurinn fyrir Barnasáttmálann.

Við héldum auðvitað uppá afmælið og vottunina með pomp og pakt!

Það var að sjálfsögðu skreytingar og afmæliskaka fyrir alla sem vildu! Það var partý í matsalnum, það voru lesnar sögur sem við koma réttindum barna á bókasafninu og það var hlustað á fyrstu tvo þættina af hlaðvarpi Laugarsels sem ber nafnið “Góðan daginn Laugarsel!”.

Hér má sjá myndir frá viðburðum dagsins!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt