Barnasáttmálanum fagnað í Þróttheimum og Glaðheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Glaðheimar, Þróttheimar

Liðna viku hafa Þróttheimar og Glaðheimar haldið upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Fjölbreytt dagskrá hefur verið í öllu húsinu við Holtaveg 11 og börn, unglingar og starfsfólk tekið virkan þátt í að vekja athygli á réttindum barna. Við bjuggum til kerti með myndum úr barnasáttmálanum, bjuggu til myndband upp úr greinum sáttmálans, nýttu sér hugmyndakassa Glaðheima, ræddu greinar sáttmálans og margt fleira.

Félagsmiðstöðin og frístundaheimið tóku svo höndum sama, bókstaflega, í lok vikunnar og bjuggu til keðju sem umvafði húsið. Í þessu yndislega húsi er öflugt, faglegt og fallegt starf sem hefur réttindi barna að leiðarljósi. Á hverjum degi njóta allt að 200 börn og unglingar þess að vera í húsinu og stýra þau ekki síður starfsemi þess í samráði við starfsfólki. Að lokum var vikunni fagnað með súkkulaðiköku og opnu húsi þar sem barnastarfið og miðstig félagsmiðstöðvarinnar flakkaði á milli hæða og fékk að kynnast öllu því sem húsið hefur upp á að bjóða.   Fjórar stelpur úr 5.bekk buðu svo til tónleika í sal Þróttheima og frumfluttu tvo frumsamin lög sem þær ætla að flytja aftur á jólaskemmtun skólans í desember.

 

Að lokum viljum við enda vikuna á tveimur greinum sem eru okkur afar kærar

12. grein. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif
Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.

31. grein. Hvíld og tómstundir
Börn eiga rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt