Buskinn mættur aftur eftir sumarfrí

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Starfið í Buskanum skólaárið 2020-2021 fór á fulla ferð miðvikudaginn 26. ágúst. Síðustu daga hafa starfsmenn Buskans undirbúið aðstöðuna og starfið fyrir komandi vetur. Það er mikill kraftur í okkur og hugur í að bjóða uppá öflugt starf í vetur.

Líkt og áður bjóðum við uppá starf fyrir miðstig Vogaskóla sem er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Einnig hefur verið bætt við fjórðu kvöldvakt vikunnar fyrir 8.-10 bekk sem verður á þriðjudögum en stefnan er að bjóða uppá árgangakvöld þá.

Allar dagskrár fyrir september eru mættar á heimasíðuna hér. 

Opnunartíma vetrarins má svo nálgast hér

Nýr forstöðumaður er tekin til starfa í Buskanum í byrjun skólaárs, það er Ólafur Þór Jónsson. Hann hefur starfað sem forstöðumaður við félagsmiðstöðina Laugó í tæp tvö ár og hefur því góða reynslu af starfinu. Kolbrún Edda Jónsdóttir Scheving er áfram aðstoðarforstöðukona líkt og á síðasta ári og þekkir vel til starfsins í Buskanum.

Þetta verður frábær vetur í Buskanum!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt