Buskinn opnar með takmörkunum – „How to Busk“

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Félagsmiðstöðin Buskinn hefur opnað aftur í samkomubanni með takmörkunum. Nýjasta reglugerð heilbrigiðisráðherra gerir okkur kleift að opna aftur. Því erum við með opið fyrir hvern bekk fyrir sig en sjá má í myndinni hvenær hver bekkur er. Það verður þó grímuskylda í Buskanum og er opið til 21:30. Þess að auki erum við með rafrænt starf í gangi fyrir aðra bekki en eru hér í húsi.

Síðasta föstudagskvöld hélt Buskinn Fjölskyldu Bingó fyrir fjölskyldur 5.-10. bekk Vogaskóla. Tæplega tuttugu fjölskyldur voru skráðar til leiks og er óhætt að segja að góð stemmning hafi verið í gegnum samskiptaforritið Zoom. Vel var látið af bingóinu og frábært að geta boðið uppá viðburð sem hvetur til samveru fjölskyldunnar á föstudagskvöldi.

Einnig settum við upp ratleik fyrir alla fjölskylduna um Vogahverfið sem er enn uppi. Leikurinn er mjög einfaldur, það eina sem þarf að hafa með er snjall síma til að lesa QR kóða og vera vel klæddur. Í leiknum þarf að svara nokkrum spurningum og verður dregin út sigurvegari úr öllum réttum svörum. Fyrsta stöðin í ratleiknum má finna fyrir utan Vogaskóla, vísbending er hér að neðan.

Við í Buskanum fögnuðum félagsmiðstöðvadeginum í síðustu viku, það hefur skapast sú hefð að bjóða unglingum með foreldrum í heimsókn á þessum degi til að kynnast starfi félagsmiðstöðvarinnar. Eins og gefur að skilja er það ekki hægt þetta árið útaf dálitlu. Við brugðum því á það ráð að útbúa kynningarmyndband fyrir Buskann sem við köllum “How to Busk”. Þar förum við á hundavaði yfir það helsta í okkar starfi. Myndbandið má finna hér: 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt