Hvað hefur drifið á daga okkar í Dalheimum

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Nú er janúar að fara að syngja sitt síðasta og febrúar tekur við.

Við höfum verið með alls kyns klúbba og val fyrir börnin og fengum meðal annar Sam til okkar sem er útivistarflakkari Kringlumýris. Sam var meðal annars með tálgun, útieldun og star wars skylmó inni. Ásamt því hefur verið dans, myndasögugerð, Dalheimar got talent og margt fleira.

Barnadagur númer tvö var haldinn í vikunni, börnunum til mikillar gleði. Þau voru með partý, pókemon föndur, jóga og svo bættist við fótboltaspilamót. Klúbbarnir gengu almennt vel og þessi dagur mun verða aftur von bráðar. Á sumum umsóknum sem við höfum er ekki hægt að framkvæma klúbbana í því veðri sem við höfum haft upp á síðkastið og bíður betri tíma með vorinu.

Lengd viðvera í Dalheimum er framundan í janúar og febrúar.
30.janúar er starfsdagur Langholtsskóla – skráningu er lokið.
8.febrúar er foreldraviðtalsdagur Langholtsskóla – skráningu lýkur 1.febrúar.
15.febrúar er foreldraviðtalsdagur Laugarnesskóla – skráningu lýkur 7.febrúar.
27.febrúar er starfsdagur Laugarnesskóla – skráning hefst 6.febrúar og lýkur 20.febrúar.

Vetrafrí verður 23. og 24.febrúar og þá er lokað í Dalheimum.
Starfsmenn Dalheima ásamt starfsmönnum Laugarsels munu fara til Dublin í vetraleyfinu á vinnustofur UNICEF í Írlandi í samstarfsverkefni milli okkar. Það mun vonandi dýpka þekkingu og koma með hugmyndir að verkefnum og leiðum til að vinna með Réttindi barna í starfinu okkar.

Hér má sjá nokkrar myndir frá starfinu.

Við minnum á instagrammið okkar DALHEIMAR en þar má sjá almennar myndir frá starfinu og klúbbadagskrá vikunnar og fleira 🙂

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt