Dalheimafréttir 4. janúar 2021

 In Dalheimar

Við höfðum það verulega huggulegt um jólin. Vegna þess hve hópurinn var lítill var engin hólfun á milli skóla eða bekkja. “Þetta er eins og í gamla daga” sögðum við hvert við annað þegar við heilsuðumst á morgnana; engar grímur, engar lokaðar hurðir og allt eðlilegt.

Veðrið var ekkert sérlega gott yfir hátíðarnar svo við héldum okkur að mestu heima við, en fórum þó einu sinni í bíó og einu sinni að renna okkur á rassaþotum. Þess á milli föndruðum við ýmislegt, perluðum og bökuðum. Reyndar er ekki ólíklegt að heimsmet hafi verið sett í perlum þessa daga og eflaust fengu einhverjir foreldrar perlulistaverk frá sínum börnum.

Á jólunum er gott að horfa á jólamyndir, hlusta á jólalög, steikja heimagerð laufabrauð, baka smákökur og skreyta piparkökur. Svo vilja sumir meina að það séu engin jól án heimagerðra kanilsnúða með rúsinum. Við gerðum þetta allt saman og komumst í skínandi jólaskap. Hápunktinum var svo náð með grilluðum sykurpúðum.

Með þessum orðum óskum við ykkur gleðilegs nýs árs og hlökkum til skapandi og skemmtilegrar samvinnu á fyrsta ári nýja áratugarins!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt