Dalheimar byrjað á ný

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Á þriðjudaginn var fyrsti dagurinn í Dalheimum, en þá tókum við á móti þrem bekkjum úr Laugarnesskóla.

Eins og staðan er núna þá fær hvert barn í 3.bekk einn dag í viku og vonum að við getum bætt við dögum fljótlega og byrjað að bjóða 4.bekk líka að koma til okkar. En við náum þó að bjóða einn dag og gerum það með gleði í hjarta.

Svona lítur þetta út eins og er:
Laugarnesskóli 3.K, 3.S og 3.L verða á þriðjudögum
Laugarnesskóli 3.Ó og 3.N verða á miðvikudögum
Langholtsskóli 3.ÁF og 3.HIÞ verða á fimmtudögum
Langholtsskóli 3.MÁ verður á föstudögum

Fyrstu dagarnir hafa gengið vonum framar, börnin vilja helst ekki fara heim þegar að heimför kemur og er það eitt besta hrós sem við getum fengið 🙂 Við erum ánægð að fá að kynnast þessum börnum og leika okkur með þeim.

Hér má sjá myndir frá dögunum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt