Dalheimarfréttir!

 í flokknum: Dalheimar

Nú er svo sannarlega farið að hausta í dalnum og þá skartar náttúran sínu fergursta. Þegar íþróttaæfingar féllu niður sáum við fljótt að krakkarnir þurftu lengri útiveru til að koma í veg fyrir uppsafnaða hreyfiþörf í lok dags. Hópurinn úr Laugarnesskóla hefur því komið við í Orminum (leiksvæðið fyrir ofan gömlu þvottalaugarnar) á leiðinni í frístund og skemmt sér þar í margvíslegum leikjum. Langholtsskólakrakkarnir hafa á sama tíma haft útisvæðið í Dalheimum nokkurnveginn út af fyrir sig og enn sem komið er virðast allir sáttir við þetta fyrirkomulag, enda hefur veðrið leikið við okkur síðustu daga.

Okkur hefur tekist að hafa það mjög huggulegt í frístund í þriðju bylgju Covid. Skyldubundin skipting milli skóla hefur minnkað plássið okkar svolítið en við höfum bætt við okkur mublum, nýjum spilum og útidóti til að bæta upp fyrir plássleysið. Auk þess hefur Samúel útileikjasérfræðingur stýrt ýmsum uppákomum á Dalheimalóðinni.

Hér eru nokkrar myndir:

      

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt