Dótadagur og bíómynd

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Á miðvikudaginn var annar „mikilvægur fundur“ vetrarins og þá fóru börnin yfir þær hugmyndir sem höfðu bæst í hugmyndakassan síðan síðasti fundur var haldinn. Hugmyndirnar voru ótrúlega margar og skemmtilega fjölbreyttar. Hópurinn flokkaði hugmyndirnar og kaus svo úr þeim hugmyndum sem voru framkvæmanlegar. Hérna fyrir neðan má sjá hugmyndirnar þeirra og svo hvað þau kusu að gera. VIð höfum ákveðið að dótadagurinn sem þau kusu um verði næstkomandi miðvikudag, 18. desember. Við viljum leggja mikla áherslu á að það dót sem fær að koma með í Glaðheima þann daginn komist fyrir í töskunni og sé ekki tekið upp fyrr en þau koma í Glaðheima. Á föstudeginum, 20. des, verður svo bíómynd og popp.

Að lokum viljum við benda ykkur á skemmtilegt aðventudagatal sem Íunn, frístundafræðingurinn okkar, gerði fyrir Gleðipinnana, en þó eitthvað sé liðið á desember þá má endilega nýta það þá daga sem eftir er fram að jólum. Það má sjá hérna fyrir neðan og sækja það sem word skjal hérna: Kærleiksdagatal

p.s. á myndinni hérna að ofan má sjá Gleðipinna hópinn ræða jákvæða og neikvæða leiðtoga.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt