Draugahúsið í Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Félagsmiðstöðin Þróttheimar heldur utan um draugahús fyrir hverfið í tilefni af Halloween. Draugahúsið er alltaf jafn vinsælt og voru það nemendur í unglingadeild Langholtskóla, foreldrar og starfsmenn Þróttheima sem komu að skipulagi og uppsetningu Draugahúsins. Opið var fyrir unglingadeild í Langholtsskóla á þriðjudaginn 29. okt og miðvikudaginn 30. okt verður opið fyrir fjölskyldur og vini. Draugahúsið verður alltaf hryllilegra með hverju árinu og í ár var 10 ára aldurstakmark inn og biðjum við foreldra og forráðamenn 10-12 ára barna að koma með og fylgja þeim í gegn.
Draugahúsið er skemmtilegt samvinnu verkefni milli foreldra, ungmenna og félagsmiðstöðvarinnar og er alltaf mikill spenningur fyrir þessum viðburði. Í ár mættu rúmlega 100 ungmenni úr unglingadeild Langholtsskóla. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá flottu unglingana sem voru að leika í draugahúsinu.

Í kvöld miðvikudaginn 30. október er opið frá kl. 19:00-21:00 að Holtavegi 11 og tökum við vel á móti fjölskyldum, vinum og fleirum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt