Elín Björt frá Laugó sigraði Söngkeppni Sexunnar

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Hin árlega söngkeppni félagsmiðstöðvanna í Kringlumýri fór fram síðasta föstudag með pompi og prakt. Tólf atriði frá fimm félagsmiðstöðvðum tóku þátt en keppnin fór fram í sal Laugalækjarskóla.

Atriðin voru hver öðru betra í ár og var það mál manna að keppnin væri sérlega sterk þetta árið. Mikið var húfi því ekki bara var heiðurinn undir heldur frábær verðlaun auk þess sem tvö efstu sætin myndu keppa fyrir hönd Kringlumýrar í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 22. mars næstkomandi.

Dómnefndin tók langan tíma í að ákveða úrslitin enda verðugt verkefni. Það var Elín Björt Valsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Laugó sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni þetta árið, hún söng lagið Prom Queen upprunalega í flutningi Catie Turner. Í öðru sæti var Heiða Björk Halldórsdóttir úr félagsmiðstöðinni Buskanum. Það var svo Júlía Uzdowska frá Félagsmiðstöðinni Tónabæ sem hlaut þriðja sætið. Þær Elín frá Laugó og Júlía frá Buskanum verða því fulltrúar Kringlumýrar þetta árið.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn auk þess sem allir keppendur eiga hrós skilið fyrir að koma fram og standa sig frábærlega.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt