Febrúar fjör í Tónabæ

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Miðstigið í Tónabæ hefur verið með ólíkindum vel sótt og skemmtilegt starf á nýju ári og það eru ákveðin forréttindi að fá að verja tíma sínum með svona skemmtilegum og hressum krökkum, sem taka virkan þátt í öllu okkar starfi.

Í febrúar ætlum við að bjóða fimmta, sjötta og sjöunda bekk upp á aukaopnun alla þriðjudaga, hugmyndin er að prófa þetta í einn mánuð og ef vel gengur er þetta vonandi til frambúðar!

Alla þriðjudaga frá 14:00 – 16:00 stendur miðstiginu til boða að koma í Opið hús í Tónabæ. Þessa daga verður engin formleg dagskrá, heldur geta krakkarnir komið og notið alls þess sem Tónabær hefur upp á að bjóða – play station, pool, spil, spjall, þythokkí og svo ofboðslega margt fleira!

Á mánudögum og miðvikudögum höldum við okkar hefðbundnu opnunartímum og þá daga verður fyrirfram ákveðin dagskrá.

Við erum spennt að sjá hvernig krakkarnir taka í þessa aukningu og vonum að með þessu móti náum við að teygja til okkar krakka sem eru upptekin á hefðbundnu tímunum okkar.

Spennandi tímar framundan í Tónabæ!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt