Febrúar í Glaðheimum

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Það var viðburðarríkur og skemmtilegur febrúar í Glaðheimum þetta árið eins og sjá má af myndunum hérna fyrir neðan og ofan. Hérna fyrir ofan má sjá nýjasta flakkara Kringlumýrar,Kristján, en hann kennir krökkunum hlutverkaleiki og þegar hann kom til okkar spilaði hann Battle Dragon með þeim.

 

Þessar dömur voru svo duglegar að þrífa og taka til í kringum Glaðheima að þær áttu svo sannarlega skilið að fá myndina af sér inná heimasíðuna. Vel gert stelpur!

Prjónaklúbbur Freyju hefur farið vel af stað og fengið mjög góðar viðtökur hjá börnunum.

Þessa dagana höfum við verið að leggja áherslu á samvinnuverkefni í listasmiðjunni og eru þau að búa til fiskabúr. Við erum byrjuð að leggja drög að því að setja upp risa stóra listasýningu á Barnamenningarhátíð og hlökkum til að leyfa ykkur að sjá allt þetta skemmtilega sem krakkarnir eru að búa til.

Kassaborgin er alltaf jafn vinsæl en Samúel flakkari er sá sem stendur fyrir henni. Það er ótrúlegt hvað nokkrir pakkakassar geta gert þegar ímyndunaraflið fær að ráða för.

Samúel kom líka með angry birds teygjubyssurmar.

Við eurm alltaf þakklát þegar það er snjór sem hægt er að byggja úr, það tekst hins vegar ekki alltaf að klára en í þetta skiptið komumst við ansi nálægt því. Þetta er með glæsilegri snjóhúsum sem við höfum byggt í Glaðheimum síðustu ár.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt