Febrúar í Neðstalandi

 In Frístundaheimili 6 - 9 ára, Neðstaland

Heil og sæl!

Það var mikið brallað í Neðstalandi núna í febrúar og öskudagurinn var klárlega hápunktur mánaðarins! Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni, barist í skylmó, dansaður stoppdans ásamt því að boðið var uppá ís og spari nesti í síðdegishressingunni.

Klúbbastarfið hjá okkur í Neðstalandi er ennþá í fullum gangi og sló vísindaklúbburinn heldur betur í gegn! Einnig voru klúbbar líkt og skákklúbburinn, tónlistarklúbburinn og íþróttaklúbburinn ákaflega vinsælir í mánuðinum sem og perlur og kaplakubbar.

í marsmánuði stefnum við á að halda áfram með nýja klúbba og fá enn fleiri hugmyndir frá krökkunum um hvað þau vilja sjá meira af í Neðstalandi 🙂

Kær kveðja,

Neðstaland

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt