Febrúar í Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Það er spennandi tímar og dagskrá hjá okkur í Þróttheimum. Það eru gleðifregnir að við getum loks opnað dyr félagsmiðstöðvarinnar fyrir öllum árgöngum á ný. Við erum hætt að bjóða upp á árgangakvöld og er félagsmiðstöðin þess vegna komin í eðlilegt horf á ný. Það eru breytingar á miðstigsstarfi okkar og er það núna komið yfir á þriðjudaga og fimmtudaga í staðinn fyrir mánudaga og miðvikudaga. Þetta er svar félagsmiðstöðvarinnar við óskum nemenda sem bentu okkur á að gamli opnunartími félagsmiðstöðvarinnar henti þeim illa vegna æfinga og annarra tómstunda. Nýjan opnunartíma fyrir nemendur í 5-7.bekk er að finna á töflunni hér að neðan. Dagopnanir unglinga eru þess vegna komnar á mánudaga og miðvikudaga frá 14:30-17:00. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar vangaveltur eða athugasemdir um starf félagsmiðstöðvarinnar í síma 6955066 eða í netfangið magnus.b@rvkfri.is.

Nýr opnunartími á miðstigi

Þriðjudagar

5&6.bekkur 14:30 – 16:30

7.bekkur 16:30-18:00

Fimmtudagar

5, 6 & 7.bekkur 14:30-16:30

Föstudagar

5&6.bekkur 14:30-16:30

7.bekkur 16:30-18:00

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt