Félagsmiðstöðvadagurinn í Þróttheimum

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Félagsmiðstöðvadagur Samfés og félagsmiðstöðva um land allt verður haldinn hátíðlegur á miðvikudaginn 19.október. Félagsmiðstöðin Þróttheimar býður fjölskyldur allra nemenda á mið- og unglingastigi í Langholtsskóla velkomnar í félagsmiðstöðina yfir daginn. Boðið verður upp á veitingar yfir opnunina í félagsmiðstöðinni og haldin verður stórfengleg spurningakeppni á milli fjölskyldna. Opið verður fyrir nemendur á miðstigi og fjölskyldur þeirra frá kl. 17:00-19:00 og sömuleiðis verður opið fyrir nemendur á unglingastigi og fjölskyldur þeirra frá kl. 20:00-22:00. Allir sem mæta fá að sjálfssögðu mætingarstig eins og hefð er fyrir í Þróttheimum og þess vegna tilvalið að taka með sér gesti til að safna að sér mætingarstigum á þessari skemmtilegu opnun.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt