Home / Félagsmiðstöðvar (10 – 16 ára) / Bústaðir / 10-12 ára starf í Bústöðum

Í félagsmiðstöðinni Bústöðum er virkt starf fyrir krakka í 5., 6. og 7. bekk í Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla. Hver og einn árgangur hefur sinn tíma í Bústöðum og gefst því krökkunum tækifæri til þess að hitta jafnaldra sína í öllu hverfinu utan skóla.

Fjórir starfsmenn hafa umsjón með starfi Bústaða fyrir 10 til 12 ára krakka. Dagskráin er skipulögð í samstarfi við krakkana fyrir hvern mánuð fyrir sig. Dagskráin hangir á upplýsingatöflu og hún er send á foreldra og forráðamenn með tölvupósti í upphafi hvers mánaðar. Einnig er hægt að nálgast dagskránna á heimasíðu Bústaða.

Markmið með starfi Bústaða er að skapa gott og þægilegt umhverfi fyrir alla krakka þar sem þau njóta sín í leik og starfi. Félagsstarfið er öllum að kostnaðarlausu en einstaka sinnum neyðumst við til þess að hafa skráningu í starfið. Það á helst við um vinsæla viðburði þar sem við viljum tryggja að allir sem mæta geti tekið þátt innan opnunartímans og til þess að gera sér grein fyrir hversu mikið þarf að versla af aðföngum fyrir viðburðinn.

5. bekkur

Skólaárið 2023 – 2024

Opnunartími 5. bekkja:

Mánudagar frá 14:30-16:00

Miðvikudagar frá 14:30 til 16:00

6. bekkur

Skólaárið 2023 – 2024

Opnunartími 6. bekkja:

Mánudagar frá 16:00-17:30

Miðvikudagar frá 16:00-17:30

7. bekkur

Skólaárið 2023 – 2024

Opnunartími 7. bekkja:

Miðvikudagar frá 17:30-19:00

Föstudagar frá 17:00-18:30

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt