Home » Félagsmiðstöðvar (10 – 16 ára) » Bústaðir » 10-12 ára starf í Bústöðum

Í félagsmiðstöðinni Bústöðum er vikulegt starf fyrir krakka í 5., 6. og 7. bekk í Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla. Hver og einn árgangur hefur sinn tíma í Bústöðum og gefst því krökkunum tækifæri til þess að hitta jafnaldra sína í öllu hverfinu utan skóla.

Fjórir starfsmenn hafa umsjón með starfi Bústaða fyrir 10 til 12 ára krakka. Dagskráin er skipulögð í samstarfi við krakkana við upphaf misseris og fullbúin dagskrá er prentuðu út og afhent á skólatíma sem og send í tölvupósti til foreldra/forráðamanna.

Markmið með starfi Bústaða er að skapa gott og þægilegt umhverfi fyrir alla krakka þar sem þau njóta sín í leik og starfi. Félagsstarfið er öllum að kostnaðarlausu en einstaka sinnum er farið í ferðir þar sem krakkarnir koma með pening fyrir sig (til dæmis þegar farið er í ísferð). Slíkum viðburðum er þó haldið í lágmarki.

 

5. bekkur

Veturinn 2020-2021

Opnunartími 5. bekkja:

Mánudagar frá 14:30-16:00

Miðvikudagar frá 14:30 til 16:00

6. bekkur

Veturinn 2020-2021

Opnunartími 6. bekkja:

Mánudagar frá 16:30-18:00

Miðvikudagar frá 16:30-18:00

7. bekkur

Veturinn 2020-2021

Opnunartími 7. bekkja:

Miðvikudagar frá 18:00 til 19:00

Föstudagar frá 14:00-16:00

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt