Hofið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5. – 10. bekk með fötlun sem búa vestan Elliðaáa í Reykjavík.
Starfsemi Hofsins fer fram frá 13:40- 17:00. Auk þess er boðið upp á lengda viðveru á skipulagsdögum grunnskóla og sumarnámskeið.
Sótt er um dvöl í Hofinu í gegnum Völu frístund: https://fristund.vala.is/umsokn/
Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk í síma 6647774 eða í gegnum tölvupóstinn hofid@rvkfri.is
Úlfur vinnur alla virka daga í Hofinu.
David vinnur í Hofinu miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga.
Ísak vinnur í Hofinu alla virka daga.
Vinnur í Hofinu á föstudögum
Kata Vinnur í Hofinu þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga
Vilda vinnur í Hofinu þriðjudaga og fimmtudaga
Diljá vinnur í Hofinu mánudaga og miðvikudaga
Freyja Vinnur í Hofinu þriðjudaga og föstudaga.
Sara vinnur í Hofið miðvikudaga og föstudaga.
Í Hofinu leggjum við áherslu á skipulagt starf í bland við frjálsan leik. Við leggjum áherslu á barna og unglinga lýðræði og höfum reglulega dagskráargerðaklúbba þar sem þau geta komið sínum hugmyndum á framfæri. Börnin og unglingarnir hafa þannig áhrif á það sem gert er í skipulögðu starfi í félagsmiðstöðinni. Aldursbil í Hofinu er breytt og tekið er tillits til þess í starfinu. Við erum með eitt unglingahús og eitt miðstigarhús ásamt klúbbahúsi þar sem allir árgangar geta komið saman.
Aðgerðaráætlun Hofsins
Sértæka Félagsmiðstöðin Hofið tilheyrir frístundamiðstöðinni Kringlumýri sem heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Hofið þjónustar börn í 5. – 10. bekk sem ganga í almenna grunnskóla vestan Elliðaáa í Reykjavík og er staðsett við Leirulæk.
Forstöðukona er Steinunni Sif Sverrisdóttir og aðstoðarforstöðukona er Klara Dögg Baldvinsdóttir. Í Hofinu starfa 16 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu.
Markmið Hofsins er að bjóða uppá fjölbreytt tómstundarstarf þegar skóladegi þeirra lýkur.
Boðið er uppá einstaklingsmiðaða þjónustu með mikla áherslu á virka þátttöku, félagsfærni, sjálfstæði, lýðræði, sköpun og virðingu. leitast er við að veita bæði börnum og foreldrum þeirra góða og persónulega þjónustu sem byggist á góðum samskiptum og trausti.
Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar https://reykjavik.is/sites/default/files/menntastefna_rvk_20x20-lores22.02.pdf og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025 https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/sfs_fristundastefna_2017_web.pdf.
Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu.
Framtíðarsýn
Áhersluþættir í starfi
Félagsfærni:
Í daglegu starfi í Hofinu er unnið að því að efla félagsfærni hvers og eins. Boðið er upp á fjölbreytt klúbbastarf þar sem að tækifæri er til þess að æfa sig í Félagsfærni. Það fer fram í gegnum spjall við jafnaldra og starfsfólk auk þess sem notaðar eru félagsfærni sögur til þess að styðja en frekar við félagsfærni þegar við á. Dæmi um hvernig félagsfærni er æfð í daglegur starfi í Hofinu er í gengum borðspil og tölvuleiki. Þar er tækifæri fyrir þau til þess að æfa sig í að skiptast á samgleðjast öðrum og vinna að sameiginlegum markmiðum.
Sjálfsefling:
Börnum og unglingum er markvisst kennt að hafa trú á sjálfum sér og finna sýna styrkleika í gegnum formlegt og óformlegt starf í Hofinu. Starfsfólk hefur það að leiðarljósi í daglegum störfum sínum að valdefla börnin og unglingana með því að hvetja þau til þess að hafa áhrif á starfið í Hofinu.
Læsi: Lögð verður áhersla á að börnin og unglingarnir þekki réttindi sín sem börn. Þau hafi þekkingu á hver réttindin eru og kunni að afla sér upplýsinga um þau. Auk veður boðið uppá sögu klúbb þar sem að saga er lesin fyrir þá sem vilja og gott aðgengi er að bókum í Hofinu.
Sköpun:
Sköpun fer fram í hinum ýmsu klúbbum í Hofinu. Til dæmis föndurklúbbum þar sem er málað, teiknað, perlað, smíðað, bakað, eldað og gerðar tilraunir.
Heilbrigði og lífstíl og vellíðan:
Boðið er upp á holla síðdegishressingu og börnin og unglingarnir eru hvattir til þess að taka þátt í klúbbastarfi sem felur í sér hreyfingu og eða útivist. Til dæmis er Just Dance vinsælt. Farið er út í bolta leiki í fjöruferðir, á leikvelli og í gönguferðir svo að eitthvað sé nefnt.
Unglinga og barna lýðræði
Í Hofinu er lögð mikil áherslu á lýðræði og þátttöku. Í fyrstu viku hvers mánaðar er dagskrágerðar vika þar sem þátttakendum er boðið að koma með hugmynd af klúbbum, undirbúa þá og ákveða dagsetningu. Þannig hafa börnin bein áhrif á starfið. Einnig erum við með hugmyndakassa sem alltaf er hægt að setja hugmynd í. Hofið hefur tekið þátt í ungmennaráðum og gerir það þegar ráðin eru virk.
Gæði og fagmennska
Hofið býður upp á skemmtilegt og fjölbreytt klúbbastarf. Það eru tveir klúbbar í boði hvern dag. Við hvetjum börnin og unglingana til að koma með hugmyndir af klúbbum sem þau hafa áhuga á og þannig hafa þau bein áhrif á klúbbastarfið.
Við leggjum áherslu á að tíminn sem börnin og unglingarnir eru í Hofinu sé þeirra frítími og að þau skuli hafa mikla stjórn á því hvernig þau verja honum. Ásamt skipulögðum klúbbum er ýmislegt sem alltaf í boði til dæmis að perla, lita, útivera og spila.
Á föstudögum sendum við út póst til forldsra með fréttum úr líðandi viku og klúbbadagskrá þeirrar næstu.