Félagsmiðstöðin Tónabær

Safamýri 28
108 Reykjavík
S: 411-5410
Gsm: 695-5216

Félagsmiðstöðin Tónabær býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í Hvassaleitisskóla og Álftamýraskóla. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja þátttakendur í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Að auki er mikið lagt upp úr fræðslu um ýmis málefni sem tengjast lífsleikni eins og fræðslu um fordóma, forvarnir gegn vímuefnum, stuðning við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira. Boðið er upp á opið starf, ýmsar uppákomur og verkefni eru unnin í samstarfi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu.

Reglur Félagsmiðstöðvarinnar:

1. Neysla áfengis og annara vímuefna er ekki samþykkt í félagsmiðstöðvarstarfinu

2. Tóbaksnotkun er ekki samþykkt á lóð félagsmiðstöðvar, við útidyr eða inni í húsnæði

3. Ætlast er til þess að unglingar sýni almenna kurteisi og gangi vel um félagsmiðstöðina

4. Orkudrykkir eru einnig bannaðir

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Ása Kristín Einarsdóttir
  Ása Kristín Einarsdóttir Forstöðumaður Tónabæjar

  s. 695-5216 / 411-5410

  Félagsmiðstöðin Tónabær

 • Hildur Fjalarsdóttir
  Hildur Fjalarsdóttir Aðstoðarforstöðumaður

  Félagsmiðstöðin Tónabær
  Safamýri 28 -108 Reykjavík

  Vinnutími: Mánudaga, mánudags-, þriðjudags- og annaðhvert föstudagskvöld

  • Ingi Björn Grétarsson
   Ingi Björn Grétarsson Frístundaleiðbeinandi

   Félagsmiðstöðin Tónabær
   Safamýri 28 -108 Reykjavík

   Vinnutími: Mánudags-, þriðjudags-  og annaðhvert föstudagskvöld

   • Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir
    Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir Frístundaleiðbeinandi

    Félagsmiðstöðin Tónabær
    Safamýri 28 -108 Reykjavík

    Vinnutími: Þriðjudags-, miðvikudags og annaðhvert föstudagskvöld

    • Florencia Bugallo Dukelsky
     Florencia Bugallo Dukelsky

     Félagsmiðstöðin Tónabær
     Safamýri 28 -108 Reykjavík

     Vinnutími: Þriðjudags-, miðvikudags og annaðhvert föstudagskvöld

     • Agnar Bergsson
      Agnar Bergsson Frístundaleiðbeinandi

      Félagsmiðstöðin Tónabær
      Safamýri 28 -108 Reykjavík

      Vinnutími: Mánudags- og miðvikudagskvöld

      • Fahim Khoshkhoo
       Fahim Khoshkhoo Frístundaráðgjafi

       Félagsmiðstöðin Tónabær
       Safamýri 28 -108 Reykjavík

       Vinnutími: Miðvikudags- og annaðhvert föstudagskvöld

       • Ægir Freyr Birgisson Aðstoðarforstöðumaður

        Frístundamiðstöðin Kringlumýri

        Í leyfi

       Leiðarljós og gildi

       Markmið

       Markmið Tónabæjar er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á óformlegt nám, samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

       Aðgerðaráætlun

       Í Tónabæ er í gildi aðgerðaráætlun sem unnin var í samvinnu við hinar félagsmiðstöðvar Kringlumýar. Aðgerðaráætlunin hefur það að marki að skýrar áætlanir séu til fyrir starfsfólk Laugó til að ná þeim markmiðum sem sett eru fyrir félagsmiðstöðvastarfið. Fyrir hvert skólaár er sett niður ákveðin framtíðarsýn og fyrir hvern lið hennar eru sett markmið sem lúta að því að láta þá framtíðarsýn rætast.

       Framtiðarsýn og markmið Tónabæjar eru eftirfarandi:

       Að vera leiðand í eflingu félagsþroska og samfélagsvitund barna og unglinga í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi

       • Efla sértækt hópastarf
       • Efla virkt unglingalýðræði
       • Skapa vettvang fyrir óformlegt nám

       Að veita heilstætt frítímastarf fyrir aldurinn 10-16 ára í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

       • Allar félagsmiðstöðvar hverfisins séu með heilsársopnun
       • Kortleggja þjónustuþörf barna og unglinga í hverfinu
       • Móta stefnu í félagsmiðstöðva í ljósi aukningu á fátækt barna

       Að starfsfólk félagsmiðstöðva fái þjálfun og fræðslu við hæfi til að starfa með börnum og unglingum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

       • Búa til fræðslu áætlun fyrir deildina sem nær yfir heilt ár.
       • Búa til tímaplan fyrir unglingastarf sem nær yfir allt árið
       • Endurskoða starfslýsingu frístundaráðgjafa og frístundaleiðbeinenda
       • Búa til handbók starfsfólks félagsmiðstöðvanna

       Auka samráð og samstarf við alla aðila sem koma að málefnum barna og unglinga æi Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

       • Búa til samráðshóp foreldra og félagsmiðstöðva
       • Fastmóta samráðsfundi með: Umsjónakennurum, skólastjórnendum, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi, þjónustumiðstöð og lögreglu

       Að vera heilsueflandi félagsmiðstöð

       • Innleiða meiri útiveru og útivist í starf félagsmiðstöðva
       • Bjóða upp á holla hressingu í félagsmiðstöðinni. Að takmarka óhollustu í starfi félagsmiðstöðva.
       • Hreyfing sé fastur hluti af starfi félagsmiðstöðva
       • Móta stefnu í forvarnarmálum varðandi tóbak og önnur vímuefni sem og um kynheilbrigðismál.

       Framtíðarsýn þessi og markmiðin eru sameiginleg öllum fimm félagsmiðstöðvum Kringlumýrar. Fyrir hvert þessara markmiða er að lágmarki ein aðgerð, sem hefur afmarkaðan tíma, ábyrgðaraðila auk þess sem skilgreint er hvernig skuli metið hvort markmiðið hafi náðst. Þessar aðgerðir eru ýmist sameiginlegar milli félagsmiðstöðvanna eða sérsniðnar að Tónabæ og þeim börnum og unglingum sem sækja félagsmiðstöðina.

       Tónabær setur sér einnig markmið í aðgerðaráætlun á ári hverju og í ár er lögð áhersla á að ná breiðari hóp barna og unglinga inn í félagsmiðstöðina og að auðvelda skrefið að fara í félagsmiðstöðina. Einnig erum við að vinna með aukið ungmennalýðræði í félagsmiðstöðinni Markmiðin eru:

       • Halda áfram að efla samstarf Tónabæjar og Háaleitisskóla hvað varðar nemendaráð og almennt ungmennalýðræði. Starfsmenn Tónabæjar sjá um framkvæmd nemendaráðsins.
       • Byggja brýr milli skólastiga.
        Meiri undirbúningur fyrir nemendur sem eru að fara í 5.bekk, kynna fyrir þeim starfið í Tónabæ áður en þau koma inn á miðstigið. Einnig ætlum við að bjóða upp á öflugra starf fyrir 7.bekk en áður, þar sem dagskráin er unnin enn meira útfrá þeirra hugmyndum í bland við að vera með fleiri viðburði fyrir þau sem eru í takt við hvað við gerum á unglingastiginu.
       • Meiri áhersla að ná til nemenda af erlendu bergi brotnu, samstarf við móttökudeildina í Háaleitisskóla sem og Birtu, úrræði fyrir börn og unglinga sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi

       Til að nálgast upplýsingar eða koma á framfæri einhverju tengdu aðgerðaráætlun er hægt að hafa samband við forstöðu- eða aðstoðarforstöðumenn Tónabæjar eða á tonabaer@rvkfri.is.

       Nemendaráð

       Nemendaráð

       Nemendaráð Álftamýraskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu félagsstarfskennara í skólanum.  Fulltrúar nemenda í 8.- 10.bekk eru kosnir í byrjun skólaársins og sjá þeir um að halda á lofti félagslífi nemenda í Álftamýrarskóla í samráði við skólastjórnendur og starfsfólk Tónabæjar

       Opnunartímar

       5.bekkur
       Mánudagar: 16:00 – 17:30
       Þriðjudagar: 14:00 – 16:00
       Miðvikudagar: 14:30 – 16:00


       6.bekkur

       Mánudagar: 14:30 – 16:00
       Þriðjudagar: 14:00 – 16:00
       Miðvikudagar: 16:00 – 17:30

       7.bekkur
       Mánudagar: 14:30 – 16:00
       Þriðjudagar: 14:00 – 16:00
       Miðvikudagar: 16:00 – 19:00
       Föstudagar: 18:00 – 19:15


       8.-10.bekkur

       Mánudagar: 19:30-22:00
       Miðvikudagar:  19:30-22:00
       Fimmtudagar: 14:00-16:00
       Föstudagar: 19:30-22:00

       Contact Us

       We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

       Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt