Vetrarsmiðjur miðstigs

Vetrarsmiðjur miðstigs

Veturinn 2017-2018 fór fram tilraunaverkefni hjá Kringlumýri um að hafa smiðjur fyrir börn á miðstigi. Svipa smiðjurnar til sumarsmiðja en foreldrar þurfa að skrá börnin sín í þær. Það gekk vel og var tekin ákvörðun að halda því áfram.

 

Hafa þarf í huga að sumar smiðjur vara yfir nokkra daga en eru smiðjudagar á hverjum föstudegi með undantekningum þó. Er þetta gert til að auka þjónustu við miðstigið og kemur ofan á almennar opnanir í félagsmiðstöðvunum. Líkt og sumarsmiðjurnar þá eru þetta smiðjur þvert á hverfi, breyting er þó á að í flestum tilfellum er reynt að hafa þær því sem svo að þær séu gjaldfrjálsar. Hverfunum er skipt í tvennt, Laugardalurinn saman og svo Háaleiti/Bústaðir saman. Þó er frjálst að skrá sig í hvora smiðjuna sem hentar.

 

Búið er að setja fram smiðjur fram að jólum og verður verkefnið þá endurskoðað.

 

Skráning fer fram hér

 

Skráning lokast miðvikudaginn fyrir upphaf tiltekinnar smiðju og sama gildir um afskráningu.

Mikilvægt: Hver smiðja er skráð á þá staðsetningu sem hún fer fram á svo ef skrá á í tiltekna smiðju þarf að skoða hvar hún er staðsett, velja þann stað og skrá.

1. Að skrá sig inn:
Skráning fer fram hér. 

Til að geta skráð sig inn þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki.

2. Að finna smiðjurnar

Þegar búið er að skrá sig inn kemur upp yfirlit yfir allar smiðjur sem í boði eru í Reykjavík. við flettigluggann;
Veldu flokk“ – Velur Vetrarsmiðjur 10-12 ára.
Veldu hverfi“ – Velur Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir.
Þegar búið er að velja þetta tvennt koma upp þær smiðjur sem eftir eru.

3. Að velja smiðjur

Þrjár smiðjur eru að jafnaði keyrðar í hvert skipti. Hafa þarf í huga að athuga dagsetninguna svo barnið þitt sé ekki skráð í fleiri en eina smiðju á sömu dagsetningu.

Þegar þið eruð búin að velja smiðju sem þið viljið fara á ýtið þið á „Skrá á námskeið“.

Þá opnast gluggi þar sem þið bætið við þátttakanda.
Smellið í kassann „Bæta við Þátttakanda“ og sláið inn kennitölu barnsins sem á að skrást í tiltekna smiðju.
Þegar nafn barnsins er komið upp munið eftir að haka við það barn svo það verði valið í smiðjuna.
Því næst ýtið þið á vista.
Upp koma tveir valmöguleikar „Fara í körfuna“ eða „halda áfram að velja námskeið“. Ef þið ætlið að velja fleiri námskeið ýtið þið á síðari valmöguleikann og endurtakið ferlið.

4. Klára skráningu

Uppi í hægra horninu á valmyndinni stendur Karfa. Ýtið á hana til að ganga frá skráningu. Þar er hægt að sjá yfirlit yfir skráninguna og smellið á „Ganga frá kaupum“.

Ef gjald er á smiðjunni er reikningur sendur í heimabanka, ef ekki er barnið skráð.

Munið að punkta niður dagsetningar smiðjunnar og hvar hún fer fram, það er breytilegt.

Háaleiti / Bústaðir  Haust 2018

Laugardalur Haust 2018

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt