Vetrarsmiðjur 10-12 ára

 In Buskinn, Bústaðir, Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Í vetur munum við byrja með nýjung í miðstigsstarfi  hjá félagsmiðstöðvum Kringlumýrar. Boðið verður uppá smiðjur þvert á hverfin okkar, Laugardal, Háaleiti og Bústaði.

Smiðjurnar eru frá einu skipti upp í þrjú og þarf að skrá sig í þær líkt og um námskeið væri að ræða. Verða þær annan hvorn föstudag frá 14:30 – 16:30.

Líkt og með annað starf hjá okkur þá verða smiðjurnar gjaldfrjálsar, fyrir utan efniskostnað í LARP-smiðju, en aðeins getur takmarkaður fjöldi tekið þátt. Það er því mikilvægt að halda vel utan um skráningu hjá sínu barni. Smiðjurnar eru opnar börnum í 5-7.bekk sem tilheyra þessum fimm félagsmiðstöðvum.

Stuttmyndagerð eru þrjú skipti, Grímu og búningagerð tvö skipti og LARP þrjú skipti og þarf að hafa í huga að það er eitt og sama námskeiðið.

Allar smiðjur eru opnar öllum börnum miðstigs í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum.

Skráning fer fram í rafrænt á : http://sumar.fristund.is

Fyrstu  smiðjur  hefjast  föstudaginn 22.september.

Skráning lokast  á miðnætti daginn fyrir upphaf tiltekinnar smiðju og afskráning er tveimur dögum fyrr eða til miðnættis á miðvikudegi.

Á meðfylgjandi mynd koma fram smiðjurnar í vetur.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt