Félagsmiðstöðvar Kringlumýrar sigursælar á Danskeppni Samfés

 í flokknum: Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Föstudagskvöldið 19. mars síðastliðið fór fram hin árlega danskeppni Samfés í Gamla bíói. Keppnin hefur nú verið haldin í nokkur ár og er alltaf jafn skemmtileg.  Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk á landsvísu til þess að æfa dans, koma fram á viðburðinum og sýna sinn eigin dansstíl. Keppt var í einstaklings- og hópakeppni í aldursskiptum flokkum og áttu félagsmiðstöðvar Kringlumýri frábæra þátttakendur í ár.

Í fyrsta sinn var keppt í aldurshópnum 10-12 ára í keppninni. Kringlumýri átti tvö atriði í hópakeppni í þessum flokki, það voru: hópurinn Hip Hopers úr Buskanum en í honum voru stelpur í 5. bekk í Vogaskóla. Einnig hópurinn Kleinurnar frá Bústöðum, skemst er frá því að segja að Kleinurnar hrepptu þriðja sæti í flokknum. Í einstaklingskeppninni var Vanessa Dalila María Rúnarsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Klakinn sem stóð uppi sem sigurvegari.

Aldursflokkurinn 13-16 ára var svo frábær keppni, mörg atriði voru skráð til leiks og mikið af hæfileikum. Okkar fulltrúi Kristín Hallbera Þórhallsdóttir frá félagsmiðstöðinni Bústöðum stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni var það hópurinn XTRA LARGE sem hreppti fyrsta sætið, þar voru þrír fulltrúar félagsmiðstöðva Kringlumýrara. Það voru þær Iðunn Anna Hannesdóttir úr Buskanum, Rommel Ivar Q. Patagoc og Emilía Björt Böðvarsdóttir úr Laugó og áðurnefnd Kristín Hallbera Þórhallsdóttir úr Bústöðum. Frábær árangur.

Kristín Hallbera var þó ekki hætt að sækja verðlaun því hún var einnig hluti af hópnum sem vann í aldursflokknum 16-18 ára. Þar voru einnig aðrir eldri nemendur úr okkar félagsmiðstöðum.

Við erum í skýjunum með þessa frábæru fulltrúa félagsmiðstöðva Kringlumýrar. Það er nokkuð ljóst að framtíðin er björt hjá þessum hæfileikaríku unglingum sem við erum svo sannarlega stolt af!

Danshópurinn Hip Hopers úr Buskanum

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt