Félagsmiðstöðvavikan 2020

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Gleðilega Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsaviku!

Þessa árlega vika er til þess gerð að vekja athygli á því merkilega og mikilvæga starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og venjan er að við opnum dyr okkar fyrir gestum og gangandi og kynnum starfið okkar fyrir foreldrum, systkinum, ömmum og öfum og öllum áhugasömum! Í ár verður aðeins öðruvísi nálgun.
Starfið okkar hefur tekið miklum breytingum þetta árið og við höfum þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum og fundið nýjar leiðir til að nálgast unglingana. Það sama gildir um félagsmiðstöðvavikuna núna, en þetta árið höfum við útbúið kynningarmyndband á starfinu okkar.
Kynningarmyndband Tónabæjar 2020

Ásamt því ætlum við að fagna deginum með “opnu húsi” á ZOOM, þar verður starfsfólk Tónabæjar aðgengilegt og bjóða 5. – 7. bekk upp á Kahoot! spurningakeppni milli 17:00 – 19:00!
Unglingarnir fá sína eigin Kahoot! spurningakeppni frá 20:00 til 22:00.
Á báðum viðburðum geta þátttakendur átt kost á að vinna gjafabréf í ísbúð Huppu, Zoom linkur var sendur á foreldra í tölvupósti og hægt að nálgast hann hjá Tónabæ í gegnum tölvupóst eða í gegnum instagram!

Við hlökkum til að kynna starfið okkar enn frekar og opna dyr okkar fyrir unglingunum von bráðar!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt