Fjölmenningarmánuður í Tónabæ

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Maí mánuður í Tónabæ er fjölmenningarmánuður!

Í þessum mánuði höfum við skipulagt kvöldopnanir eftir þjóðernum, þar sem við gefum unglingunum okkar tækifæri til að kynna fyrir okkur og samnemendum sínum sína menningararfleið og upphefja hana. Þetta gera þau með að kynna fyrir okkur starfsfólkinu sínum eftirlætis hlutum frá sínu landi og við fáum þau með okkur í skipulag og undirbúning og virkjum þau þannig í starfið okkar.

Meðal viðburða í mánuðinum eru Pólskt kvöld þar sem við eldum pierogi og annað pólskt lostæti, Víetnamskt kvöld þar sem við gerum okkar eigin sumarrúllur, Afrískt kvöld þar sem við útbúum mat frá Marokkó, Úganda og Gambiu meðal annars sambosa og domoda.
Ásamt þessu fögnum við Eid-al-fitr í Tónabæ, sem er fösturofshátíð múslima sem markar lok Ramadan föstu.

Í lok mánaðar fáum við svo fræðslu frá Anti-rasistum sem er hópur ungra kvenna að berjast gegn fordómum í íslensku samfélagi. Þær ætla ræða við okkur um augljósa fordóma og hættuna á bakvið þá, ómeðvitaða fordóma okkar og fordóma sem eru fléttaðir inn í íslenskt samfélag.

Þessi mánuður er hluti af aukinni inngildingu (e. inclusion) Tónabæjar og stefnan er að halda því áfram af fullum og auknum krafti.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt