Fjölskyldu Fjar-svar Buskans sló í gegn

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Félagsmiðstöðin Buskinn er líkt og aðrar félagsmiðstöðvar landsins orðin rafræn og fer allt starf fram í gegnum netið og í vettfangsstarfi.

Starfsmenn Buskans brugðu á það ráð að setja saman Pub-quiz fyrir alla fjölskylduna og ná þannig til sem flestra á bæði mið-og unglingastigi Vogaskóla. Keppnin fór fram síðasta föstudagskvöld 6. nóvember kl 19:30. Allt fór þetta fram á samskiptamiðlinum Zoom þar sem fjölskyldur nutu samverunnar saman á föstudagskvöldi yfir skemmtilegum spurningaleik.

Óhætt er að segja að dagskrárliðurinn hafi slegið rækilega í gegn. Tæplega 40 fjölskyldur voru skráðar til leiks og því voru líklega rúmlega 120 einstaklingar sem tóku þátt ef allt er talið.

Að lokum var það það liðið Karfavogskrúttin sem stóðu uppi sem sigurvegarar í þessum stórskemmtilega leik.

Dagskrá Buskans í Rafrænni félagsmiðstöð má finna hér.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt