Foreldrafélag Langó og Þróttheimar buðu upp á fræðslu

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Miðvikudaginn 16. september bauð félagsmiðstöðin Þróttheimar og foreldrafélag Langholtsskóla unglingum skólans upp á fræðslu frá Sólborgu Guðbrandsdóttur og Þorsteini V. Einarssyni. Sólborg heldur úti instagramreikninginn Fávitar og Þorsteinn heldur úti instagramreikninginn Karlmennskan. Hátt í 90 nemendur sótt fræðsluna, hlustuðu af athygli og tóku virkan þátt í umræðum í lokin. Sólborg og Þorsteinn hafa síðastliðið ár ferðast um allt land með fræðslu fyrir bæði unglinga og foreldrasamfélagið. Við þökkum þeim innilega fyrir komuna. Í lok fræðslunnar var boðið upp á pizzu og þrátt fyrir seinkun á henni glöddust flestir yfir ljúffengum sneiðum.

Þessi kvöldstund var í boði foreldrafélagsins og erum við í Þróttheimum afar þakklát fyrir að fá að koma að þessu kvöldi og njóta þess að fylgjast með unglingunum velta fyrir sér umræðuefnum fræðslunnar. Í kjölfarið hélt félagsmiðstöðin Trúnó-kvöld þar sem starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar svaraði nafnlausum spurningum og freistaði þess að halda samtalinu gangandi frá fyrra kvöldi. Samstarf foreldra og félagsmiðstöðvarinnar er afar dýrmætt og hlökkum til þess að  halda áfram að byggja og hlúa að því.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt