Föstudagsfréttir 18. október

 In Dalheimar

Sæl öllsömul. Það hefur að vanda verið skemmtilegt í Dalheimum þessa vikuna. Kvimyndaklúbburinn er kominn á fullt skrið hjá 4. bekk og nú er í bígerð stórmyndin Draugalega Hrekkjavakan. Í næstu viku fær svo 3. bekkur að byrja á sinni bíómynd og það verður spennandi að sjá hvaða umfjöllunarefni þau velja sér. Borðtennisborðið hefur vakið mikla lukku og þar er ávallt þétt setið. Warhammer-klúbbur Alexanders og ljósmyndaklúbbur Vörju eru sömuleiðis sívinsælir. Við föndruðum með haustlaufin, bökuðum kanilsnúða, dönsuðum, perluðum og skemmtum okkur vel.

Hver veit nema næsta vika verði ennþá betri?

Hér má sjá nokkra snillinga vinna hörðum höndum við að skrifa kvikmyndahandrit

Borðtennisborðið sívinsæla

Ballskákarborðið er ekki síður vinsælt

Föndrað með haustlaufin

Þótt farið sé að kólna örlítið var veðrið fallegt

Perluklúbbur

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt