Föstudagsfréttir 21. febrúar

 In Dalheimar, Forsíðu frétt

Sæl öll og gleðilegan föstudag!

Þessi vika hefur liðið nokkuð þægilega hjá, án mikils veðurofsa, og nú er sólin meira að segja farin að gægjast á okkur öðru hvoru, öllum til mikillar ánægju. Við höfum notið veðurblíðunnar jafn að utan sem innan. Dalheimar bættu á sig nokkrum nýjum og spennandi borðspilum í vikunni sem notið hafa mikilla vinsælda og Playstation tölvan var tekin aftur í gegnið eftir nokkurra vikna hlé. Jónsi íþróttakennari bjó til Pókó-völl í Höllinni fyrir nokkru og hann er nú í notkun á hverjum degi. Varja hefur stýrt nokkrum kraftmiklum klúbbum að vanda en nú voru það kassaföndurklúbbur, bökunarklúbbur og ljósmyndaklúbbur. Hér að neðan má sjá myndir úr ljósmyndaklúbbi.

Næstu vikur munum við nýta föstudagsfréttir til að kynna starfsmenn Dalheima í liðnum STARFSMAÐUR VIKUNNAR.

Starfsmaður vikunnar að þessu sinni er Friðrik Sigurðarson.

Friðrik tók við af Ingunni Fjólu og gegnir nú stöðu aðstoðarforstöðumanns í Dalheimum. Hann er Sálfræðimenntaður samfélagsrýnir úr Kópavoginum með reynslu af starfi með unglingum og leikskólabörnum. Hann hefur áhuga á Crossfit, snjóbrettum og ferðamennsku og veit ekkert betra en ilvolga flatböku með cheddar osti og sveppum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt