Föstudagsfréttir 28. maí 2021

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Nú er aldeilis farið að verða sumarlegt hjá okkur í dalnum góða. Síðustu daga höfum við boðið upp á klúbba úti undir beru lofti svo starfsfólk og börn geti notið sólarinnar um leið og þau föndra, baka eða leika sér. Í gær gerði Varja ís með krökkunum úti á palli í bongó blíðu og á fimmtudag breyttum við pallinum í tjaldbúðir. Við höfum heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn svo til á hverjum degi síðustu tvær vikur, boðið upp á skylmó, útiföndur, ávaxta-fondue og margt fleira. Margir hafa aukið hæfni sína í að prjóna í prjónaklúbb með Jóhönnu og í síðustu viku fórum við vel og vandlega yfir öll lögin í úrslitakeppni Evróvisjón. Þetta allt og margt fleira má sjá á meðfylgjandi myndum sem sannarlega segja meira en þúsund orð.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt