Föstudagsfréttir 4. júní 2021

 í flokknum: Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Nú styttist í lok annar og við rembumst við að hafa sem mest gaman áður en frístundin klárast. Við buðum upp á bakaðar pylsur í smjördeigi í hressingu í dag og eftir það tókum við því fremur rólega. Við poppuðum og sýndum bíómynd inni í Geimstöð en þó voru margir sem kusu heldur að perla, föndra, spila Minecraft eða leika sér úti í rigningunni. Við höfum komið ýmsu í verk í vikunni. Við heimsóttum Fjölskyldu- og húsdýragarðinn (eins og við gerum reyndar nokkrum sinnum í viku þessa dagana), föndruðum fuglahús, löguðum rabbarbarasultu, bjuggum til ís, settum upp tjaldbúðir og margt fleira.

Við í Dalheimum þökkum fyrir vikuna og óskum ykkur góðrar helgar!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt