Föstudagsfréttir 7. maí 2021

 In Dalheimar, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Við látum ekki Covid-takmarkanir stöðva okkur í að finna upp á skemmtilegum hlutum til að gera.  Húsinu hefur verið skipt í tvo hluta undanfarið og gott andrúmsloft beggja megin, enda vor í lofti. Krakkarnir eru farnir að venjast grímu- og hanskaklæddu starfsfólki og endalausum þrifum. Flestir eru meira að segja farnir að þvo sér um hendur mótmælalaust þegar þau koma í Dalheima.

En nóg um það. Við höfum brallað ýmislegt síðustu vikur. Við förum reglulega í Húsadýragarðinn þessa dagana, það er voða gaman, sérstaklega vegna þess að Kalli er svo góður leiðsögumaður og veit svo mikið um náttúru- og líffræði.

Fjórði bekkur hefur skemmt sér vel með Haffa. Þau fara reglulega í ferðir um nærumhverfið og í næstu viku stefnir 4. bekkur á skautaferð í Laugardalshöll.

Dúsan hefur verið duglegur að halda hljómsveitaræfingar með krökkunum og þær verða vinsælli með hverri vikunni. Jóhanna stýrir prjónaklúbbnum á miðvikudögum, mörgum til mikillar ánægju. Myndasöguklúbburinn hans Árna er alltaf skemmtilegur og margir að verða efnilegir á því sviði. Varja hefur verið með listasmiðju úti á pallinum og í garðinum á sólríkum dögum. Hún og krakkarnir eru aftur farin að rækta í matjurtagarðinum okkar og þau eru búin að setja niður kartöflur, gulrætur og baunir. Á föstudögum er svo bökunarklúbbur og þá bökum við annaðhvort vöfflur eða pönnukökur á pallinum við fagran fuglasöng!

Allt í allt hefur verið svakalega gaman í Dalheimum. Hér eru nokkrar myndir því til sönnunar:

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt