Framlag Buskans til Rímnaflæðis 2020

 í flokknum: Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Rímnaflæði, rappkeppni Samfés fer fram í kvöld, föstudagskvöldið 11. desember. Keppnin hefur verið haldin í fjölmörg ár og er fastur liður í dagskrá félagsmiðstöðva á landinu.

Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra laga- og textasmíð.

Félagsmiðstöðin Buskinn á sinn keppanda í ár en hún Heiða Björk Halldórsdóttir í 9. bekk tekur þátt fyrir hönd okkar. Hún hefur samið textann í laginu „Rækja, rækja“ sem segja má að sé algjör gleðisprengja.

Atriðið má finna hér.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt