Fréttir frá Glaðheimum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Glaðheimar er orðinn fullmannaður af starfsfólki, við höfum ráðið inn fjóra nýja starfsmenn og starfið byrjar vel. Börnin eru dugleg að labba á milli skóla og frístundar og 1.bekkur er farin að þekkja skipulagið hjá okkur í Glaðheimum.

Við höfum aðeins verið að breyta til hjá okkur og 2. bekkur fljótur að aðlagast þeim breytingum.

Það hefur allskonar skemmtilegt og nýtt verið í boði hjá okkur t.d. hvað er í kassanum, dansleikir og origami. Einnig höfum verið með dagskrá í útiveru fyrir þá sem vilja.

Börnin hafa líka verið að föndra í Listaheimum hjá Izabelu. Þar hafa þau verið að nota endurunnin efni til þess að búa til hús með rúmum, stólum, borðum og allskonar, og einnig fígúrur. Börnunum finnst þetta mjög skemmtilegt og erum heppin með hana Izabelu og hennar hugmyndum.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt