Fréttir úr Glaðheimum

 In Óflokkað

Það hefur mikið skemmtilegt átt sér stað síðan síðustu fréttir voru skrifaðar um Glaðheima og því af miklu að taka í þetta skiptið. Hérna fyrir neðan má sjá myndir frá löngu dögunum um jólin, piparkökubakstri fyrir jól og íþróttafjöri með Jónsa núna í Janúar. Nýjustu myndirnar eru frá landsleiknum á föstudaginn en þá horfðum við á naumt tapa Íslands gegn Slóveníu. Það dró þó ekki úr krökkunum sem studdu vel við sitt lið og létu vel í sér heyra.

Barnaráðið hélt fyrsta fund ársins í seinustu viku og kusu börnin þá úr hugmyndum úr hugmyndakassanum. Í þetta skiptið kusu börnin að halda kósídag og að baka möffins.  Við höfum ekki ákveðið dagsetningu fyrir kósídaginn en baksturinn fer af stað í þessari viku.

Á heimleið eftir vel heppnaða ferð í Skautahöllina

Börnin eru fljót að bruna út í brekku þegar veður og færð býður uppá það

Íþróttaleikirnir hans Jónsa slá alltaf í gegn og í þetta skiptið er það leikja útgáfan af sjóorustu

Nýútskrifaðir Gleðipinnar að sýna okkur sinn besta fýlusvip

Hinn helmingurinn af Gleðipinnum sem útskrifuðust í seinustu viku

Skrúðganga fyrir Íslenska landsliðið, föstudaginn 17. janúar þegar Ísland spilaði við Slóveníu á EM

Piparkökubakstur fyrir jólin

Dótadagurinn sem börin kusu í barnaráðskosningu í desember.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt