Home / Frístundaheimili ( 6 – 9 ára) / Dalheimar / Sumarnámskeið Dalheima

Sumarnámskeið Dalheima 

Á sumrin bjóðum við upp á leikjanámskeið, þar sem við gerum ýmislegt skemmtilegt eins og að fara á söfn, í sund, í almenningsgarða og margt skemmtilegt. Einnig erum við oft með sameiginlega viðburði með öðrum frístundaheimilum Kringlumýri eins og Ólympíudag, vatnsstríð, skylmómót og fleira.

 

Dagskráin í sumarfrístund stendur yfir frá kl. 08:30-16:30.

 

Skráningarfrestur er föstudaginn, áður en viðkomandi námskeið hefst, klukkan 12:00 og afskráningafrestur er á sunnudeginum klukkan 00:00, með viku fyrirvara (Dæmi ef námskeið hefst mánudaginn 15.júní, þá er skráningarfresturinn til 12:00 föstudaginn 12.júní og afskráningarfresturinn er til miðnættis sunnudagsins 7.júní). Til að afskrá þarf að senda tölvupóst á dalheimar@rvkfri.is

 

Skráning á sumarnámskeið Dalheima fer fram hér.

 

Hér má sjá dæmi um dagskrár síðustu ára. Einnig má sjá nestisviðmiðin okkar, en börnin koma sjálf með 3 nesti yfir daginn. Dagskrár og nestisviðmið eru send út á föstudögum vikuna áður (nema vikuna eftir sumarfrí, þá kemur dagskráin á mánudeginum).

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt