Skráning á heila daga

Skráning í lengda viðveru fer fram á vefnum umsokn.fristund.is og þurfa foreldrar að hafa rafræn skilríki eða Íslykil við hendina þegar skráð er.

 

Til þess að skrá þarf að klára eftirfarandi feril

 1. Velja dag sem þið ætlið að skrá barnið á

 1. Skrá þann tíma sem þið hafið hugsað ykkur að hafa barnið í Sólbúum þann daginn

 1. Þegar búið er að skrá á alla þá daga sem þið ætlið að skrá barnið þarf að velja „ganga frá skráningu“ neðst hægra megin á síðunni.

 1. Þegar gengið hefur verið frá skráningu þarf að samþykkja skilmála og þá ættu þið að fá tölvupóst með staðfestingu um skráningu.  Ef þið fáið ekki þann tölvupóst hvetjum við ykkur til þess að hafa samband við okkur til þess að ganga úr skugga um að skráning hafi gengið í gegn.

 

 

 • Tilkynna þarf forföll á heila daga fyrir kl 09:00 á solbuar@rvkfri.is eða í síma 411-7317
 • Á heilum dögum eru þeir Marsbúar sem eru skráðir einnig í Sólbúum
 • Börnin þurfa að koma með tvö nesti með sér en Sólbúar sjá um að skaffa eitt nesti
 • Ekki er tekið á móti óskráðum börnum
 • Munið að senda börnin klædd eftir veðri

 

 

English

Registration for a long day is on the website umsokn.fristund.is and you will need your Icekey or a digital certificate to register.

 

To register, you need to follow these four steps.

 

 1. Pick a date that you wish to register your child(see first picture above)

 

 1. Register the time you wish for your child to stay at Sólbúar that day.

 

 

 1. Press the „ganga frá skráningu“ button on the bottom right(see the third picture above).

 

 1. Accept the terms and conditions and confirm (see the forth picture above).

 

Registration is not complete until the confirmation email has been sent to the parents after they have accepted the terms and conditions of registration.

Helstu símanúmer og netföng

Sólbúar: 411-7317
solbuar@rvkfri.is

Marsbúar: 411-7315 // 664-7666
solbuar@rvkfri.is

Víkin: 664-7646

Árni (forstöðumaður): 664-7612
arma02@rvkfri.is

Sandra Ýr (aðstoðar forstöðumaður í fæðingarorlofi): 664-7673
sayg02@rvkfri.is

Inga Björk (aðstoðar forstöðumaður): 665-7643
inbm02@rvkfri.is

Atli Steinn (frístundafræðingur): 664-0978
asa03@rvkfri.is

Víkin

 • Í boði eru rútuferðir frá Sólbúum á handbolta-, fótbolta- og karateæfingar.
 • Skráning í rútuna þarf að koma í skriflegum tölvupósti á solbuar@rvkfri.is (ath. að ný skráning þarf að berast fyrir hvert skólaár) einnig þarf að láta vita ef að börnin ætla að hætta í víkinni.
 • Frítt í rútuna en nauðsynlegt að börnin séu skráð svo þau séu send með.
 • Starfsmaður fer með hópinn í rútunni á fótbolta- og handboltaæfingar. Þær ferðir eru tvisvar yfir daginn, fyrri og seinni ferð. ATH! starfsmaður fer ekki með rútu til baka eftir seinni æfingu dagsins.
 • Engin starfsmaður fer með rútunni á karateæfingu.
 • Gert er ráð fyrir að æfingar séu alla daga nema að Víkingur eða þjálfarar sendi frá sér aðrar tilkynningar þ.m.t á heilum dögum
 • Símanúmerið hjá okkur í víkinni er 664-7646.
 • Æfingatöflur er hægt að nálgast hér https://vikingur.is/aefingatoflur
 • Starfsmaður fer alltaf yfir rútuna en ef eitthvað virðist hafa orðið eftir er best að hafa samband beint við TREX í síma 587-6000.
 • Ef að börnin eru skráð í rútuna en mega fara sjálf á hjóli eða gangandi verður að berast skriflegur tölvupóstur á solbuar@rvkfri.is og taka fram hvort að það gildi alltaf eða í einstaka tilfellum ath. ef börnin fara ekki með rútunni eru þau ekki á ábyrgð Sólbúa.

Frístundamiðstöðin Kringlumýri

 • Frístundamiðstöðin Kringlumýri (Laugardals, Háaleitis og Bústaða)
 • Síðumúli 23, 108 Reykjavík
 • 411-5400
 • kringlumyri@rvkfri.is

Opnunartímar

Kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt