Fyrstu kosningar haustsins

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Í gær voru fyrstu kosningar haustsins haldnar.

Við nýttum góða veðrið og vorum með þær úti (einnig til að vera sýnileg).

Þar sem þetta var fyrsta kosning skólaársins voru þær einfaldar, með mat sem krakkarnir kannast við og ekki of marga möguleika til að byrja með. Börnin höfðu 8 valmöguleika og fengu 3 atkvæði hver (atkvæðin eru perlur sem þau setja í „skúffu“ með viðeigandi valmöguleika). Þau hafa val um að setja öll sín atkvæði á einn stað eða dreifa milli valmöguleika.

Með þátttöku gátu börnin haft áhrif á matseðilinn í Laugarseli og munu fyrstu 5 sætin að þessu sinni vera matseðill næsta mánaðar, sbr. 12 grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þátttakan var mjög góð, en hún var 79% Pólarbrauð fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en í svo skiptust atkvæðin frekar jafnt milli 2.-5.sætis.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt