Fyrstu vikurnar í Marsbúum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Sólbúar

Fyrstu vikurnar í Marsbúum fara af stað af miklum krafti og er 4.bekkurinn að koma inn til okkar nokkra daga í viku.
Það hefur ýmislegt verið brallað og pixel föndur virðist vera í miklu uppáhaldi hjá börnunum.
Við höfum meðal annars útbúið okkar eigin dagbækur sem börnin bjuggu til frá grunni, hönnuðu forsíður, fengu mynd af sér í dagbókina og hafa síðan verið að vinna í sjálfseflandi og tilfinningatengdum verkefnum. Einnig fengu börnin að föndra fjölnota poka sem eiga eflaust eftir að nýtast vel í komandi búðar- og sundferðum.
Markús sem flakkar á milli frístundaheimilinna í Kringlumýri hefur verið hjá okkur þessa vikuna og hefur það vakið mikla lukku. Börnin hafa búið til sína eigin tónlist, sungið og spilað á hljóðfæri.
Þrír snillar hafa verið krýndir en það eru keilu-, Latador-, og fótboltaspilsnillar.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt