Galdrar á sveimi í Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Það má segja að miðstigsstarfið í Þróttheimum hafi verið heldur betur líflegt síðastliðna viku þegar Galdravikan fór fram. Frá mánudegi til föstudags átti sér stað viðburðir fyrir 5.,6. og 7. bekk með galdra ívafi og vakti það mikla lukku. Á dagskrá þessa fjörugu viku var meðal annars galdravarúlfur þar sem krakkarnir léku mismunandi galdrahlutverk í þeim skemmtilega hlutverkaleik sem varúlfur er. Einnig fór fram nornaseiðisratleikur þar sem krakkarnir skiptust upp í lið og kepptust um að safna hlutum af galdralistanum í svokallað nornaseiði sem staðsett var í sal Þróttheima. Það lið sem skilaði sínum lista fullkláruðum og náði að skila sínu verki á skapandi og frumlegan hátt sigraði leikinn. Í lok ratleiksins fengu allir að gæða sér á súkkulaðiköku sem vakti kátínu krakkanna. Vikan lauk loks á Harry Potter degi þar sem rými var gefið fyrir krakka og starfsmenn Þróttheima til að sýna sinn innri Harry Potter og vini hans úr Hogwardsskóla með tilheyrandi búningum, töfrasprotum og skemmtilegum leikjum. Það var gaman að sjá krakka skemmta sér vel í galdravikunni og hlökkum við til að halda aðra þemaviku sem mun fara fram aðra vikuna í mars.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt