Glaðheimalónið

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Það er árlegur viðburður í Glaðheimum að þegar snjór bráðnar og vætutíð í loftinu á vorin þá myndast stærðarinnra lón á lóðinni okkar. Við fullorðna fólkið eigum það til að sjá svona fyrirbæri sem neikvæðan hlut en í augum barnanna er þetta ævintýri sem má ekki missa af. Þessa dagana er lónið í stærra lagi þó við höfum vissulega séð það stærra og börnin gripu tækifærið þegar sólin skein í gær og gerðu úr því góðan leikvöll. Einhverjir fóru með hlaupahjól út og renndu sér út í lónið á meðan aðrir hoppuðu þangað til þau voru orðin blaut frá toppi til táar. Lónið er ágætis áminning fyrir okkur fullorðna fólkið að senda börnin klædd eftir veðri svo þau geti notið sín í öllum aðstæðum.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt