Gleðilegt nýtt ár 2021!

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem er að líða. Þetta fordæmalausa og skrýtna ár!

Við byrjum árið með gleðitíðindum þar sem við fáum að halda uppi nokkuð eðlilegu starfi í Laugarseli!

Við pössum auðvitað upp á allar sóttvarnir og sótthreinsum sameiginlega snertifleti, sótthreinsum eða þvoum hendur fyrir mat og þess háttar.

Eins og áður mega foreldrar og aðrir utan að komandi (eldri en 2005) ekki koma inn í Laugarsel eða skóla.

En við fáum loks að hefja okkar skemmtilega og uppbyggilega starf á ný, byrjum það með því að hafa öll rými í Laugarseli opin, Just Dance í matsal og Drekaklúbb í hjarta.

Hér má sjá nokkrar glaðlyndar myndir frá því í dag!

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt