Halloween í Marsbúum

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Sólbúar

Síðustu tvær vikur hafa verið nýttar í allskonar klúbbastarf tengt Halloween og skreyttum við annað rýmið hjá okkur með köngulóavef, köngulóm og graskerum.

Halloween föndur vakti mikla lukku, en ásamt því var í boði Halloween perl, lita og teikna Halloween myndir ásamt fleiru.

Jónsi sem flakkar á milli frístundaheimila innan Kringlumýrar var hjá okkur og fór í ýmsa leiki með krökkunum, sprengjuspil úti, teningaspil, og pictionary. Þar krýndi Jónsi nokkra teiknisnilla á snillavegginn okkar.

Við vorum með Halloween myndakeppni og krýndum þrjá Halloween teiknisnilla í kjölfarið.

Á þriðjudaginn brutum við upp okkar hefðundna dag og héldum Halloween partý í Marsbúum, en sú hugmynd kom uppúr hugmyndakassanum og rædd á barnaráðsfundi í Marsbúum hvernig krakkarnir vildu útfæra partýið. Fyrst fórum við í bingó og krýndum fimm Halloween bingópartý snilla. Eftir bingóið gæddum við okkur á pítsu, ávöxtum, poppi, snakki og berjasafa. Að því loknu tók við danspartý ásamt litaklúbbi, lesklúbbi og legóklúbbi fyrir þá sem vildu.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt