Haustfrí í hverfinu!

 í flokknum: Álftabær, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Krakkakot, Tónabær

Haustfríið í grunnskólum Reykjavíkur hefst á morgun og lokað er fyrir hefðbundnar opnanir í félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum þá daga!

Við viljum hvetja fjölskyldur til að eyða tíma saman í fríinu og skapa gæðastundir og upplifanir saman. Félagsmiðstöðvum Kringlumýrar langar að leggja sitt af mörkum í að skapa ykkur umhverfi fyrir gæðastund og bjóða fjölskyldur í heimsókn til okkar í Tónabæ föstudaginn 21. október milli 14:00 – 17:00 og við munum vera með tilbúna útieldun þar sem kræsingar verða eldaðar yfir opnum eldi og kakó á könnunni. Tónabær er í Safamýri 28 við hlið nýja Víkingsvallarins.

Ásamt því höfum við safnað saman tilboðum fyrir fjölskyldur til að nýta sér í haustfríinu.

Fjölskyldu og húsdýragarðurinn býður öllum að koma í heimsókn í haustfríinu og er 50% afsláttur af aðgangi í garðinn einnig er skemmtilegur ratleikur í boði í garðinum yfir haustfríið. 2fyrir1 af aðgangseyri. Sveitasæla í hjarta Laugardalsins.

Mánudaginn 24.október býður Laugardalslaug öllum fullorðnum sem koma með börn í sunda frítt í sund á milli 08:00-15:00. Við minnum á að börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd með syndum einstakling sem náð hefur 15 ára aldri.

Laugarásbíó býður upp á sérstakt tilboð föstudaginn 21.október á kvikmyndirnar Alan litli og Kalli káti krókódíll. Bíómiðinn kostar 1100 kr og lítið popp & gos/svali á 550 kr. Takið fram í afgreiðslu „vetrarfrístilboð“.

Virk samvera foreldra og barna er besta forvörnin, komið saman og útieldið !

Gleðilegt haustfrí!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt