Heiða Björk frá Buskanum er rappari unga fólksins 2020

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Á dögunum fór fram Rímnaflæði sem er rappkeppni Samfés. Keppnin fór fram með öðru sniði í ár vegna heimsfaraldursins en í staðin fyrir lifandi flutning og viðburð þar sem unglingar landsins koma saman tóku þátttakendur upp tónlistarmyndband og sendi inn. Félagsmiðstöðin Buskinn átti sitt framlag í ár.

Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra laga- og textasmíð.

Úrslit keppninnar voru tilkynnt á laugardagskvöldið síðasta þar sem kom í ljós að Heiða Björk Halldórsdóttir þátttakandi Buskans sigraði netkosningu Rímnaflæðis og hlaut því nafnbótina Rappari unga fólksins. Við í Buskanum erum mjög stolt og glöð með árangur Heiðu sem á framtíðina klárlega fyrir sér í þessu Atriði Heiðu má finna hér. 

Sigurvegari Rímnaflæðis í ár var Jónas Víkingur Árnason frá félagsmiðstöðinni 100 og einn.

Til hamingju Heiða!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt