Heiða Björk frá Buskanum sigraði Söngkeppni Samfés

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Söngkeppni Kringlumýrar fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld en þar keppast hæfileikabúnt hverfisins um sigur í keppninni auk þess sem sigurvegarinn tekur þátt í Söngkeppni Samfés fyrir hönd Kringlumýrar.

Keppnin í ár fór fram í Tónabæ en vegna samkomutakmarkanna voru engir áhorfendur á staðnum og var keppnin send í beinni útsendingu í félagsmiðstöðvarnar í hverfinu. Þar fóru fram áhorfspartý þar sem félagsmiðstöðvarnar gátu stutt sitt fólk áfram í fjarrænt. Sóttvarnir voru í hávegum hafðar og varð engin blöndun milli skóla hjá þátttakendum sem þurfti að vera í ákveðnum hólfum auk þess að fara í sína félagsmiðstöð að fylgjast með úrslitunum.

Í ár voru níu keppendur frá þremur félagsmiðstöðvum. Allir keppendurnir stóðu sig frábærlega og ljóst að framtíðin er björt hjá þessum unglingum.

Eftir harða keppni var það svo Heiða Björk Halldórsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Buskanum sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún tók lagið “Take me to church” með hljómsveitinni Hozier. Í öðru sæti var Hera Sjöfn Atladóttir frá Þróttheimum en hún söng lagið Happy með Ed Sheeran. Í þriðja sæti var svo Júlía Ósk Steinarsdóttir sem kemur frá Laugó en hún söng og spilaði sjálf á gítar lagið Paint it black með Rolling Stones.

Það er því Heiða Björk sem verður okkar fulltrúi í söngkeppni Samfés sem fer fram 8. maí næstkomandi. Til gamans má geta að hún tók einnig í þátt í fyrra og stóð sig með mikilli prýði.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt