Heiðrún Lóa úr Bústöðum sigraði söngkeppni Kringlumýrar 2022

 í flokknum: Askja, Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Hofið, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Söngkeppni Kringlumýrar fór fram síðasta miðvikudagskvöld í félagsmiðstöðinni Laugó í Laugalækjarskóla, en þar voru 7 atriði skráð til leiks.

Efstu tvö sætin í keppninni gefa þátttökurétt í Söngkeppni Samfés sem fer fram laugardaginn 30.apríl að Ásvöllum í Hafnafirði, en þar verða keppendur úr félagsmiðstöðvum af öllu landinu, þannig að það verður heljarinnar veisla. Heiðrún Lóa úr Bústöðum bar sigur úr býtum með lagið When I Was Your Man eftir Bruno Mars, Júlía Ósk úr félagsmiðstöðinni Laugó hneppti annað sætið með flutningi sínum á laginu Dream a Little Dream of Me og í þriðja sæti lentu svo Heiða Björk og Freyja úr félagsmiðstöðinni Buskanum með lagið Need You Now með Lady Antebellum.

Við viljum þakka öllum þátttakendum fyrir þátttökuna og skemmtunina sem þau veittu okkur þetta kvöld, það er augljóst að það eru miklir hæfileikar meðal ungmennana okkar í hverfinu. Við hlökkum til að sjá Heiðrúnu og Júlíu stíga á svið á Ásvöllum í lok apríl.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt