Hrekkjavaka og fleira í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Október var mjög viðburðaríkur mánuður í Laugarseli. Við vorum með tvo heila daga í kringum haustfríið, héldum upp á Hrekkjavöku og fengum tvo “flakkara” í heimsókn til okkar. Dagur Bleiku slaufunnar var 11.október þar sem margir mættu í bleiku og svo var dótadagurinn sem er á vegum foreldrafélags Laugarnesskóla og kirkjunnar. Frístundaheimili Kringlumýrar eru svo alltaf með viðburð í Haustfríinu fyrir fjölskyldur til að njóta samveru saman og buðum uppá ýmislegt skemmtilegt í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Meira um það og myndir frá deginum má finna hér.

Á heilu dögunum var mikil skráning hjá okkur og við gerðum margt skemmtilegt. Það var meðal annars boðið uppá að skera í grasker,  fara í skylmó, kassaborg, föndur, körfubolta og margt fleira. Við vorum svo heppin að hafa Brynjar á miðvikudeginum, en Brynjar er flakkari hjá Kringlumýri þar sem hann fer milli frístundaheimila og er með stuttmyndaklúbb. Hann er tvær vikur í senn á hverjum stað.  Svo var Samuel hjá okkur þessa viku, en hann er flakkari hjá Kringlumýri og fer á milli frístundaheimila með alls konar klúbba tengda útinámi. En þessa viku var hann með skylmó, kassaborg, tjaldaborg, útieldun og angry birds. Hann býr til allt sem hann kemur með sjálfur og hafa börnin gaman að því sem hann kemur með.

Á Hrekkjavökudaginn sjálfan vorum við með draugahús, skartgripagerð, íþróttir og grilluðum sykurpúða með Samuel í útieldun. Sumir starfsmenn ákváðu að mæta í búningum og skemmtu börnin sér konunglega.

Nú er nóvember genginn í garð og margt skemmtilegt framundan. Við ætlum að leggja sérstaka áherslu á Barnasáttmálann og barnalýðræði með því að hafa mikilvæga fundi, kosningu og fleira. Barnasáttmálinn á afmæli 20.nóvember næst komandi og verður 30 ára! Það verður auðvitað haldið uppá það, en þá höldum við líka uppá það að það eru tvö ár síðan við fengum vottun frá UNICEF sem Réttindafrístund, fyrst í Reykjavík og í heiminum!

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá því í október!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt