Jólaskráningar og skemmtanir

 í flokknum: Frístundaheimili 6 - 9 ára, Sólbúar

Senn líður að jólum, því er ekki seinna vænna að hefja skráningu á heila daga í kringum jólin. Dagarnir sem um ræðir eru 23., 27. og 30. desember.

Skráning fer fram í gegnum umsokn.fristund.is og einnig er hægt að finna hana á rafraen.reykjavik.is. Skráning er opin til sunnudagsins 8. desember. Við lokum fyrir skráningu svo snemma þar sem að töluverð skipulagning er í kringum þá daga og í mörg horn að líta.

Dagana 19. og 20. desember eru jólaskemmtanir í Breiðgerðisskóla og rétt að fara yfir hvernig þeir dagar verða hjá okkur. 19. eru jólaskemmtanir hjá 1.-4. bekk. Þann dag er venjuleg opnun í Sólbúum/Marsbúum. Hins vegar eru dagskráin í skólanum eftir hádegi og gæti því þurft að gera ráðstafanir þar sem að ekkert starf verður fyrir hádegi hvorki í skólanum og né í frístund. 20. desember er svokallaður skertur dagur. Börnin eru í skólanum til hádegis og borða svo. Þau eru síðan í umsjá starfsmanna skólans og frístundar þangað til að venjulegur frístundatími hefst. Það þarf engar skráningu þennan dag en þó mjög gott fyrir okkur að vita ef að börnin eiga ekki að vera í frístund og fara beint heim.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt