Klúbbakvöld í Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Á þriðjudögum í Þróttheimum eru haldin klúbbakvöld fyrir unglingana í hverfinu. Klúbbarnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir og eru þeir ýmist haldnir vikulega eða aðra hverja viku. Klúbbarnir hafa annað hvort komið frá unglingunum sjálfum eða hugmyndir frá starfsfólki Þróttheima sem keyrir klúbbinn áfram af eigin metnað og áhuga. Við í Þróttheimum elskum að fá hugmyndir frá unglingunum og hvetjum alla sem langar að gera eitthvað sérstakt með hóp af jafningjum sínum að koma og ræða málin við okkur. Hér að neðan er stutt yfirlit um hvaða klúbbar eru og hafa verið í gangi hjá okkur á þessari önn.

Sjálfsástar klúbburinn

Sjálfsástarklúbburinn snýr að því að bæta sjálfstraust, sjálfsvirðingu, læra markmiðasetningu og kynnast styrkleikum hjá hverjum og einum. Lögð er áhersla á að skapa nánd og traust milli þeirra sem eru í klúbbnum og búa þannig til vettvang fyrir opin samskipti og tækifæri til að deila vangaveltum með öðrum. Klúbburinn fer í ferðir og prófar nýja hluti saman. Lokamarkmið hópsins er að fara í ferð þar sem gist verður yfir nótt og farið í allskonar krefjandi en skemmtileg verkefni sem snúa að sjálfstrausti, sjálfsvirðingu, virkri hlustun og virðingu við náungann.

Matar klúbburinn

Matur færir fólk saman, hjarta heimilis er eldhúsið og þess vegna erum við með matarklúbb. í Matarklúbbnum erum við ekki bara að prufa nýjan mat og elda eitthvað sem okkur finnst gott heldur erum við oft að elda fyrir aðra. Vinna saman og skipta með okkur verkum. Unglingarnir okkar stjórna ferðinni, þau velja matinn og viðburðinn í kringum það. Pizza og Kósý? Ekkert vandamál. Útieldun og kakó? Já takk. Baka fyrir alla sem eru í félagsmiðstöðinni? Minnsta vinir mínir.

Nörda klúbburinn

Nördaklúbbur Þróttheima hefur starfað frá árinu 2018 og hefur ávallt verið vel sóttur af unglingum félagsmiðstöðvarinnar. Markmið klúbbsins er að mynda samfélag á meðal unglinga í gegnum sameiginleg áhugamál þeirra. Sem dæmi hefur klúbburinn haldið ýmis spilakvöld, leikjakvöld, kvikmyndakvöld, tölvuleikjamót, farið í skemmtiferðir, haldið spurningakeppnir o.fl.. Nördaklúbburinn er opinn öllum nemendum á unglingastigi í Langholtsskóla og heldur viðburði öll miðvikudagskvöld.

Workshop klúbburinn

í Workshop klúbbnum í Þróttheimum erum við að búa til vettvang fyrir unglingana til að skapa. Hvort sem áhuginn liggur í kvikmyndagerð, myndlist, tónlist, handverki, saumaskap eða einhverju öðru. Ef það er áhugi fyrir þá því viljum við aðstoða unglingana og gera það sem við getum til að gera hugmyndir að veruleika. Með klúbbastarfinu aukum við skapandi-, gagnrýna- sem og sjálfstæða hugsun. Og leiðbeinendur hjálpa unglingunum okkar að læra inn á hugmyndaþróun sem og kynna þeim fyrir nýjum miðlum til að vinna með.

Yu-Gi-Oh klúbburinn

Er klúbbur sem varð alveg til út frá áhugahvöt unglingana okkar í Þróttheimum. Nokkrir strákar í 9.bekk komu í félagsmiðstöðina einn þriðjudag og sögðust ætla að byrja með Yu-Gi-Oh klúbb og svarið var „Það er GEGGJAÐ!“. Yu-Gi-Oh er leikur sem spilaður er með spilastokk fullum af skrímslum og brelluspjöldum þar sem keppendur nota stokkanna sína til að sigra skrímsli andstæðingsins. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari snilld með orðum þetta er eitthvað sem allir ættu að prófa.

Þróttheimadeildin

Þróttheimadeildin hóf göngu sína nú í ár og hefur verið vel sótt allt frá fyrstu opnun. Markmið klúbbsins er að kynna klúbbmeðlimum fyrir fjölbreyttri íþróttaiðkun og mynda þar með gott samfélag nemenda í gegnum hreyfingu og hugaleikfimi. Þróttheimadeildin hefur haldið rafíþróttamót, fótboltamót, kynning á amerískum fótbolta o.fl.. Meðlimir Þróttheimadeildarinnar keppa einnig í Fantasy-deild í ensku deildinni og sú keppni mun standa yfir allt skólaárið.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt