Kökuskreytingarkeppni í Tónabæ
Miðstigið í dag prófaði að útfæra kökukeppni á nýjan máta í dag þar sem við útveguðum krökkunum svampbotna og smjörkrem og þau kepptu sín á milli um bestu skreytingarnar.
Tilraunin okkar var ekkert smá vel heppnuð og eitthvað sem við munum klárlega gera aftur!
Allt í allt kepptu 11 kökur í dag og hátt í 50 krakkar tóku þátt í liðum!
Með þessu móti eru öll jöfn og þau fá möguleika á að spreyta sig á eigin hæfileikum með jafna hluti til að vinna með. Tilraun sem við komum klárlega til með að endurtaka!
Nýlegar færslur