Kosningar og mikilvægur fundur

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Í þessari viku var ýmislegt skemmtilegt að gerast

Við fengum dásemdarveður sem við nýttum vel, við vorum með mikilvægan fund, hófum umhverfisfimmtudaga og vorum með kosningar um matseðil.

Mikilvægur fundur:

Við vorum með mikilvægan fund, það er fundur þar sem börnin geta valið að koma á. Þá er farið yfir hugmyndir úr hugmyndakössunum okkar. Þær eru flokkaðar í framkvæmanlegar hugmyndir (hægt), óframkvæmilegar (kannski hægt) eða  ógildar hugmyndir (grín). Við ræðum alltaf af hverju hugmynd er bara kannski hægt að framkvæma eða af hverju hún fer í grín flokkinn. Að lokum er farið yfir hægt flokkinn og valdar tvær hugmyndir til að framkvæma strax í komandi viku. Andlitsmálning og brandaraklúbbur (við köllum það hlátursmiðja) varð fyrir valinu og verður í næstu viku. Fyrir neðan má sjá svo myndir af fundarmeðlimum, hvaða hugmyndir urðu fyrir valinu og klúbbadagskrá næstu viku.

Umhverfisfimmtudagar:

Við ákváðum að hefja umhverfisfimmtudaga. Það þýðir að á fimmtudögum erum við að hugsa extra mikið um umhverfið okkar. Það eru dagarnir sem krakkarnir mega fá poka til að tína rusl. Þá notum við eingöngu notaðan og endurunnan pappír. Þá ætlum við að bjóða upp á afganga í síðdegishressingu, þá náum við vonandi að sporna gegn matarsóun. Með þessu erum við að leggja okkar að mörkum með að auka umhverfisvitund og umhverfislæsi barnanna. Fyrir neðan má sjá plakatið okkar sem við höfum fyrir augu barnanna.

Kosningar:

Kosningar í Laugarseli er mikilvægur vettvangur fyrir börnin að hafa áhrif á frístundaheimilið sitt. Þá hafa þau jöfn tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt. Við höfum þróað kosningakerfið okkar og kynnt víðsvegar um borgina. Kosningarnar eru einfaldar, þau koma og við merkjum við nafn þeirra við kjörklefann, þau fá þrjár perlur (atkvæði), þau fá að sjá hvað er í boði um að kjósa og velja 1-3 af því og setja perlurnar í. Ef það er eitthvað eitt sem þeim finnst best mega þau auðvitað setja allar perlurnar sínar þar, enda þeirra atkvæði. Núna var kosning um síðdegishressingu, matseðilinn í maí/júní, en brátt fer þetta skólaár að enda svo þetta var síðasta kosning um matseðil. Aldrei að vita nema verði kosningar um eitthvað annað á næstunni. Fyrir neðan má sjá hvað var í boði að kjósa um og úrslit.

Hér koma myndir frá liðinni viku. 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt